Ljósanótt í Keflavík

Mín fyrsta upplifun af Ljósanótt var í ár og þvílíkur mannfjöldi sem var saman komin, þetta var fyrst og fremst fjölskylduhátíð, ég fór ásamt dóttur minni, tengda mömmu minni og mágkonu á fimmtudeginum á konukvöld en þá eru allar verslanir opnar lengur og er rautt, hvítt og gos í boði í flestum búðum. Tilboð og afslættir nánast allstaðar og tónlist spiluð ~ mjög gaman. Þær versluðu eitthvað og ég fór í Gallerí og fann mér geggjaða skó, silfurlitaða sem ég var reyndar búin að sjá á Facebook hjá þeim þeir voru á 20% afslætti og ég stóðst það ekki.. þeir eru svo fallegir!

IMG_9852

Sunneva Lind fékk síma hulstur í Daríu og fengum við báðar svona hnapp til að halda í símann sem hægt er að toga út, ég er kannski ekki best í að lýsa þessu en myndin útskýrir það.. Svo fórum við allar saman á kaffihús áður en við mæðgur fórum heim en það var jú skóli daginn eftir. En meiriháttar kvöld með tengdafjölskyldunni.

Reyndar kíkti ég bara stutt á föstudeginum en fór með kærastanum minum og vini hans. Það eru tónleikar með mörgum flottum listamönnum í miðbænum, allskonar matarvagnar, Tívolí og mikið um að vera. Á Laugardeginum fórum við þó alveg á Ljósanótt en þá er það sama um að vera í miðbænum nema þá er þessi lika fallega flugeldasýning og svo ball seinna um kvöldið. Ef þið hafið ekki upplifað Ljósanótt þá mæli ég með því að þið mætið á næsta ári en hægt er að tjalda á skólalóðunum og svo er auðvitað flott tjaldsvæði í Sandgerði.

Bestu kveðjur

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s