Siglufjörður

Við kærustuparið fórum bara tvö saman til LA og Vegas í sumar og var sú ferð vægast sagt geggjuð, meiriháttar, fyndin, ævintýraleg, stórkostleg og rómantísk en það er alveg efni í heila langa sér færslu.

IMG_9247

En þegar heim var komið þá tók við skemmtilegt fjölskylduferðaleg með þau tvö yngstu en Sólon Daði var að vinna sér inn pening áður en hann myndi flytja til Kaupmannahafnar.

IMG_9339

Við leigðum íbúð í miðbæ Siglufjarðar og var hún virkilega kósý, allt til alls og hreinlegt. Á meðan við vorum var veðrið dásamlegt. Við fórum daglega í sund á Ólafsfirði enda er sundlaugin þar fullkomin fyrir börn jafnt sem fullorðna. Bakaríið á Siglufirði er algjör snilld! Og þegar ég segi snilld þá meina ég snilld, það er næstum þannig að mig langi að setjast uppí bíl og keyra þangað til að kaupa mér að borða þar.. 🙂 Friðsældin er mikil og miðbærinn er ofboðslega fallegur. Við til dæmis settumst út og grilluðum okkur sykurpúða, fundum andarunga, spiluðum Jelly bean spilið, leigðum myndir á videó leigunni, löbbuðum á bryggjunni og köstuðum steinum í sjóinn..

IMG_9337IMG_9336IMG_9335IMG_9333IMG_9332

Ég mæli hiklaust með ferð norður á Siglufjörð hvort sem að er sumri eða vetri á þennan fallega stað á norðurlandi.

Bestu kveðjur

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s