LA og Vegas

Í sumar fór ég í ævintýraferð með kærastanum mínum til Bandaríkjanna. Við ákváðum að fljúga með WOWair til LA og var það alveg meiriháttar en við vorum í æðislegum sætum og var þvi langt flug ekkert mál. Enda þegar ég flýg er ég með staðal ferðabúnað með sem saman stendur af hnakkapúða, augngrímu og teppi. Þá er ég góð!

Við lentum og við tók dásamlegur tími af allskonar ævintýrum en við fórum út með þvi hugarfari að búa ódýrt, koma ekki heim drukknuð úr skuldum enda búin að safna okkur fyrir ferðinni og leyfa okkur frekar bara allt sem okkur langaði, hvort sem það var matur, gera eitthvað eða að kaupa okkur eitthvað. En það varð ennþá meira ævintýri fyrir vikið.

Byrjuðum við á að fara á fyrsta hótelið sem var mjög fint, sundlaug, snyrtilegt, litið og krúttlegt. Burger King við hliðiná og stutt labb í LA Fitness, Target og fleiri búðir. Enga að síður rákum við fljótt augun í að hverfið var kannski ekki HOLLYWOOD flott en allir rosalega vinalegir, buðu góðan dag og heilsuðu. Við ákváðum að fara daginn eftir að versla í Target og kíkja í ræktina, fórum á IN’N’OUT Burger, áfram tókum við eftir þvi að við stóðum örlítið útúr og vorum ögn túristaleg eða ólík öllum öðrum alveg sama hvert við fórum en áfram voru allir hinir yndælustu. Áfram héldum við og versluðum, áður en við vissum af þá var klukkan orðin 21:00 um kvöldið, við reyndum að panta Uber en þar sem við notum ekki kreditkort þá virkaði ekki appið, með vísa+ kortinu okkar, þannig við sátum hin rólegustu með alla pokana, símana uppi, öll kortin okkar og reyndum að finna lausn sem gekk jú á endanum. Uberinn kom og bílstjórinn horfði á okkur hneykslaður og spurði okkur hvað við værum eiginlega að gera þarna.. við hin rólegustu sögðumst bara hafa verið að versla smá og borða. Hann sagði okkur þá að þetta væri mjög svo hættulegt hverfi sem við værum í, hvort að við vissum það ekki. Ég leit á Óskar stórum augum og bílstjórinn hélt áfram að tala. Þegar rimlar eru fyrir öllum gluggum og hurðum þá eruð þið í hættulegu hverfi…. Hann reyndar sagði að Hótelið væri fínt en vildi svo endilega keyra okkur alveg upp að hurðinni á Hótelinu og sagði okkur að labba beint inn á meðan hann myndi horfa á eftir okkur. Við þökkuðum fyrir og löbbuðum inn.. Eftir á höfum við hlegið mikið af þessu en eina sem við spáðum í var veðrið, sólin og hvort annað.. ekki hvort það væru rimlar fyrir öllu!

Svo var nú ferðinni heitið til Las Vegas og það var svo geggjað að allir ættu að prufa eina Vegas ferð á ævinni. Veðrið, maturinn, ljósin, skemmtunin, sundlaugarnar, ræktin, spilavítin, fólkið, fígúrurnar og ævintýrin. Ohhh nú langar mig bara aftur…

Við meðal annars keyrðum í gegnum eyðimörkina, já það var umferðarslys og Óskar beygði útaf og keyrði bara í sandinum í meira en klukkutima í kolniðamyrkri, fórum í útsýnisferð á 109 hæð og borðuðum á 107 hæð á ævintýralegum veitingastað, spiluðum í spilavíti og fékk ég að prufa Phoebe peningavél eins og í Friends. Við skoðuðum kapellu, gengum Strip-ið, lágum á sundlaugarbakkanum og smökkuðum alla kokteilana á menunum, fórum á næturklúbb á 47 hæð og svo margt fleira

Við keyrðum svo til baka til LA og áttum nú bókað á öðrum stað, að þessu sinni nær Venice Beach. Fín staðsetning þvi okkur langaði að vera nær ströndinni. Við löbbuðum fyrsta kvöldið niður að ströndinni en við ætluðum bara að slaka og fara í bíó á Baywatch og var boðið uppá Lazyboy fyrir tvo.. Við löbbuðum rosalega rómó í áttinni að Santa Monica bryggjunni til að horfa yfir ljósin og ég var heilluð, gjörsamlega dolfallin! Svo lít ég til hliðar og sé íkorna mega sætur en hann skottast svo í burtu en aulinn ég vill endilega leita að honum.. sé svo eitthvað hreyfast og segi hey Óskar þarna er annar en nei!!!! Það var rotta og ég hef sjaldan hlaupið eins hratt í burtu öskrandi og gargandi! Hahahah en rétt áður náði ég þó sætri mynd af Óskari sem fannst nokkrar rottur á röltinu ekki mikið mál.

Dagana á eftir var notið þess að skoða, versla, túristast, fara í nokkrar líkamsræktarstöðvar eins og Zoo Culture og Golds Gym, labba, hjóla, liggja á ströndinni, borða endalaust og kærustuparast. En fyrst og fremst að njóta. Dásamleg ferð frá A til Ö, enda skemmtilegasti ferðafélagi í heimi með mér og eigum við einstaklega vel saman á ferðalögum hvort sem er innanlands eða utan.

Við komum heim brosandi út að eyrum, dauðþreytt, alsæl, hamingjusöm og staðráðin í að byrja að spara fyrir næstu ferð.

Þar til næst

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s