Afmælis..

Við sóttum Sólon í gær og VÁ hvað er gott að fá hann heim, þrátt fyrir stuttan tíma. Við mæðgur bið ofur spenntar á flugvellinum eftir öllum ferðalöngunum okkar.

Biðin varð ótrúlega löng í Sunnevu huga og var mikil gleði þegar þau komu..

Við kvöddum hin tvö og vonumst til að tími verði í smá hitting en nóg er planað hjá þessum fallegu sistkynum og mági þeirra um helgina enda verið að skíra yngstu systir þeirra. Ég, Sólon og Sunneva héldum heim að hitta Óskar og Aron enda ætlum við að nýta tímann vel.

Sunneva Lind elskar afmæli og er búin að tala um afmælið sitt sem verður 26.september nk. í langan tíma. Hvernig henni langar að vakna, hvernig dagurinn á að vera, hvað á að borða og allt það fram eftir götunum..

Svo kom í ljós að hún verður í skólaferðalagi á afmælisdaginn þannig allt sem hún er búin að hugsa um var eiginlega ónýtt að hennar mati. Þannig við biðum eftir að fjölskyldan yrði sameinuð þannig við gætum komið henni á óvart.

Ég plataði hana snemma í rúmið í gær enda samræmt próf í stærðfræði í dag, um leið og hún sofnaði var hafist handa við að skreyta og baka uppáhalds kökuna hennar. Hún varð ekkert rosalega falleg en hún er bragðgóð þannig A for afford! Ég æfi mig betur fyrir næsta afmæli að gera hana meira glamorous.

Svo fór ég inn til hennar slökkti á vekjaraklukkunni hennar og stillti mína klukkan 06:00 til að setja kertin á kökuna og klára það allra síðasta.

Ég fór inn til hennar klukkan 6:30 og sagði henni að hún hefði sofið yfir sig og hún yrði að drífa sig fram strax þvi hún væri allt of sein, og greyið sagði bara aftur og aftur í alvöru, í alvöru.. hvað er klukkan? Ég dró hana fram og þar stóð fjölskyldan tilbúin að fagna deginum hennar..

Alsæl fór mín inní daginn og tilbúin í samræmt próf í stærðfræði og eftir það eru vinkonurnar væntanlegar með heim..

Bestu kveðjur

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s