Ali ást viðurkennd

Mamma mín og pabbi búa á Norðurlandi og kom mamma mín í mat til okkar um daginn ásamt mömmu Óskars. Áttum við yndislegt kvöld en Sólon var heima og var þvi tækifærið nýtt til að hittast og njóta. Mamma sýndi mér að hún var að panta sér á Ali express rósir en linkinn fann hún að ég held á Skreytum hús Facebook síðunni.

Ég heillaðist alveg og bara varð að panta mér þar sem mér er gjörsamlega ómögulegt með öllu að halda lifandi blómum á lífi lengur en ca. viku. Það virðist vera alveg sama hvað ég hef reynt í gegnum árin það bara tekst ekki enda hef ég bara ekki græna fingur það er bara þannig, svo ég tek ömmu mína og nöfnu til fyrirmyndar og er bara með gervi sem eru ennþá betri því ég get farið í ferðalög og þarf ekki blómapíu til að passa þau. Því þau eru bara alveg eins þegar ég kem heim, nema kannski smá ryk sem má bara skola af í baðinu eða ryksuga af.

Snilldin ein.

Ekki það að ég vil sérstaklega taka fram að ég elska að fá blómvendi bara svo að enginn misskilningur verði, finnst það sjúklega rómantískt og brosi allan hringinn þegar það gerist og Óskar á það svo sannarlega til og lyktin af lifandi blómavöndum er jú algjört æði.

En núna eru þau pöntuð og ég bíð spennt eftir að fá þau heim. Núna kannski þarf ég bara að finna mér nýjan vasa undir öll flottu blómin sem eru á leiðinni.

Ég pantaði mér þessa tvo liti hérna alveg eins og mamma mín.
img_0036.png
img_0037-e1506250967208.png

Ótrúlega margt fallegt til á Ali express sem hægt er að nota til að skreyta heimilið og öllum myndum er stolið af Ali express

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s