Sparað á ferðalögum..

Ef ég gæti þá myndi ég ferðast allan heiminn, fram og aftur og öll heimsins lönd með mína fallegu fjölskyldu með mér.. Ég vil sýna þeim ólíka menningu, leyfa þeim að smakka ólíkan mat, sjá ólíkar byggingar, prufa ólíka hluti og fá ólík tækifæri.

Bakpokaferðalag með Óskari mínum um Asíu, ferðast með fjölskyldunni um Austurríki, Ítalíu, Grikkland, Balí, Bandaríkin, Hawaii og svo marga marga aðra staði.. Það er draumurinn.

Draumar rætast óski maður þess nógu heitt og ég geri það.

Maður þarf bara að vinna í þvi að láta draumana rætast.

Mér finnst ofboðslega gaman að skoða síðu á Facebook sem heitir Bucket List Travels svo falleg myndbönd og frábærar hugmyndir af guðdómlegum stöðum sem hægt er að heimsækja.

Ég er búin að flakka alveg helling undanfarin ár, bjó erlendis, en hef líka unnið á flugvelli fyrir hin ýmsu flugfélög og hef ég komist að þvi að margt sniðugt er í boði til að spara og ætla ég að deila þvi með þér eins og til dæmis:

• að nota app til að bóka flug hjá sumum flugfélögum frekar en heimasíðu

• tjékka sig inn áður en mætt er á flugvöllinn því sum flugfélög rukka AirPort fee fyrir að innrita sig á flugvellinum

• vera alltaf búin að athuga hvort taska sé innifalin eða handfarangur, ef ekki að bóka það þá á netinu þvi annars er flugvalla gjald sem er alltaf miklu dýrara

•lesa litla letrið ekki bara ýta á næsta þegar bókað er

• vera á póstlistum hjá öllum flugfélögum

• bóka ekki í gegnum þriðja aðila nema vera full viss að það sé í raun ódýrara en á heimasíðu/appi flugfélagsins

• bóka alla leið ef flug er í fleira en einum “legg” þvi ef stutt er á milli fluga og þú bókar í tveimur bókunum og ert að ferðast í fleiri en einum legg” þá er á eigin ábyrgð að koma þér á næsta áfangastað ef þú missir af seinna fluginu. En ef flug er bókað í heilli bókun er það flugfélagsins að koma þér á lokaáfangastað.

• notaðu alla afsláttarkóða sem bjóðast eins og á Booking.com þá er til dæmis einn eins og þessi í boði og er algjör snilld þvi þú færð 15 evru afslátt af hótel bókuninni þinni af því vinur þinn getur boðið þér það, þið getið notað þennan ef þið viljið.

• nýta hostel þvi oft eru þau bara frábær, ódýr og skemmtilegur kostur

• vera opin fyrir öðruvisi áfangastöðum þvi þeir koma oft skemmtilega á óvart.

• eyða minna í gistingu og meira í upplifanir

• nota EasyJet og Wow sem stökkpall til að ferðast annað þvi þau eru með ódýr flug til London og Köben og þaðan eru allar dyr opnar en muna þá að hafa nógu langan tíma á milli fluga ég myndi segja aldrei minni en 4-5 klst í bið á meðan aðrir segja aldrei minni en 8 klst bið ef bókað er á eigin vegum og fleiri en einu flugfélagi.

Við ætlum að skoða heiminn saman og það verður án ef dásamlegt..

Spara og safna er málið!

Þangað til næst

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s