Það er svo ótrúlega margt fallegt til í barnaherbergi til í dag, skrautmunir, falleg rúm, flottar hirslur, skrifborð og svo margt annað. Á flakki mínu á veraldarvefnum í morgun rakst ég á svo ofboðslega fallegt rúm fyrir litla einstaklinga og er eflaust hægt að kaupa þetta tilbúið víða en á ennþá meira flakki fann ég frábæra síðu sem var með “uppskrift” af svona rúmi sem einnig er hægt að nota fyrir svo margt annað.
Ég er allavega alveg heilluð og samkvæmt uppkriftinni þá er þetta alveg mögulegt fyrir fólk með 10 þumalfingur sem kann varla á hamar. Ég kannski læt vaða í svona “hús” handa Aroni mínum við tækifæri…
(Allar myndirnar eru fengnar að láni á netinu..)
Eigið yndilegan tíma þar til næst