Breyting

Leiguhúsnæði getur oft hamlað þegar löngun í breytingar er mikil.. Oft er ekki leyfilegt að mála, negla, breyta eða bara ýmislegt sem sveimhuga konum dettur í hug í miðri tiltekt.

Ég leigi hjá leigu fyrirtæki sem hefur vissulega reglur, sumar er ég alsæl með en aðrar er ég ekki svo alsæl með. Ég er með teppi á gólfum sem ég nánast grét yfir fyrst en núna elska ég að stíga framúr og finna fyrir hlýju teppi undir fótunum, fyrir utan hvað sérst einstaklega litið á teppinu miða við parket. En vissulega eru alltaf kostir og gallar við allt. Annars væri þetta bara ekkert skemmtilegt. Þó svo að flesta daga óski ég þess heitt að parket birtist einn daginn á gólfunum hjá mér..

Heima hjá mér eru tvö baðherbergi og bæði frekar óspennandi en ég ákvað að reyna að gera smá sætara með þvi að filma tvær hillur á öðru baðherberginu, og setja upp bað hillu á hinu svona til að skreyta smá.

Skemmtileg breyting sem kostar nánast ekki neitt fyrir mig þar sem filman var afgangs filma sem ég átti hérna heima en bað hillan er keypt í Ikea og gerir svo mikið.


Ég er alsæl með þessa “smá” breytingu mína sem kostaði mig heilar 2000.-kr í heildina og gerir samt alveg helling. Hillan er fullkomin þegar ég ligg í freyðibaði með hvítvínsglas og kertaljós.. Oft þarf ekki mikið til að gera sæta breytingu sem gerir alveg helling.

Þangað til næst
img_9901-1

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s