Strákaherbergi

Ég vil byrja á að segja Vá hvað ég er ánægð með allar heimsóknirnar á bloggið mitt, þær eru að fara fram úr öllum væntingum.! Það gleður mitt litla hjarta, því þá gleður greinilega babblið mitt fleiri en bara mig! Auðvitað er ykkur velkomið að deila þannig að ennþá fleiri fái að njóta með mér..
Ég fagnaði með súkkulaðibollum úr Costco eins og mér einni er lagið:)
img_0121

Það er einhvern vegin mun aðveldara að finna skraut fyrir stelpuherbergi en strákaherbergi, en Sunnevu Lind er með alveg nóg af alveg ofboðslega fallegu skrauti, ljósaseríur og myndum til að gera fallegt hjá sér. En svo er ég að taka herbergið hans Arons Arnars í gegn núna og mér finnst ég hálf stopp. Ég hef nú áður sagt frá því að ég er mikill ALI EXPRESS perri og elska svo mikið að skoða þar og finna fallega hluti, föt og fleira fyrir gott verð og þegar ég meina gott verð þá meina ég helst bara 200-2000kr. Það er alveg hægt að gera mjög fallegt þó svo að ekki sé eytt fúlgu fjár. Ég hef alltaf verið mjög heppin og fengið góðar vörur og fallegar, þó svo að ekki sé það alveg á hreinu að svo verði alltaf.

Á skoðunarferð minni í gærkvöldi fann ég margt fallegt og langaði að deila með ykkur, sem hentar fyrir stráka og stelpur..

Linkur fyrir mottuna, kanínulampann, hnútapúðann, nafnaplatkatið, ljósaskiltið og andlitspúðann er að finna ef þið smellið á eftirfarandi heiti.

Herbergið hans Arons verður vonandi klárt sem fyrst en þá get ég deilt með hvað við erum búin að brasa þar. Ég er mjög svo hrifin af endurnýtanlegu þannig fullt hefur verið málað og brasað.

Sunnevu Lindar herbergi var klárað endanlega í gær fyrir utan nokkrar myndir sem eiga eftir að fara upp, en þær eru nýjar og eiga eftir að fara í ramma, en að öðru leiti er herbergið hennar orðið svo fallegt. Ég læt eina sæta mynd úr herberginu hennar fylgja með..
img_0090.jpg
Þangað til næst vona ég að þið eigið dásamlega daga.
img_9901

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

4 thoughts on “Strákaherbergi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s