Undanfarnar vikur…

Loksins er komið net og þá get ég farið að skrifa aftur, en furðulegt hvað maður er háður því að komast á netið í flutningum, eins og að flytja lögheimilið, færa póstfang, sækja um skóla, sækja um íþróttir og tómstundir fyrir þá yngri á heimilinu. En það tekur allt að 10 dögum að fá netið og á þessum 10 dögum kom eitthvað upp daglega þar sem ég þurfti netið en auðvitað er hægt að nota símann eða hotspot en það er bara svo gott að vera aftur komin í net.

Kosningar eru yfirstaðnar og hefði kjörsókn mátt vera mun meiri, en það fór eins og það fór og nú er bara að vona að “rétt ríkisstjórn” verði við völd næstu 4 árin. Ég horfði á kosningasjónvarpið frekar lengi með misgóða tilfinningu fyrir því hvað væri framundan.

En að öðru og mun skemmtilegra… eða þannig!
Að flytja getur verið algjör pína, að pakka öllu, bera inn á nýjan stað og koma sér svo fyrir á nýja staðnum. Hvar er svo best að setja húsgögnin þannig það komi sem best út og einnig hvar er fallegt að hengja myndir og annað slíkt á veggina. Við erum búin að eyða síðustu 2 vikum í að koma okkur fyrir og hefur það gengið vel. Þessar flutningar voru þó öðruvísi fyrir mig en nokkru sinni fyrr en það er önnur saga.

Við erum mjög ánægð með nýju íbúðina okkar og eru allir mjög sáttir, búið er að koma flestu fyrir þó svo að margt vanti þannig að gott sé. En það kemur vonandi fljótlega. Ég ákvað þó að taka örfáar myndir af því rými sem er einna mest tilbúið og er ég bara orðin nokkuð sátt, í dag voru einnig hengdar upp nokkrar nýjar myndir.

Ég er mikil skrautmuna manneskja og elska fallega hluti, fallegar myndir og fallegar minningar sem tengjast föndri frá börnunum. En ég er mjög dugleg að kaupa mér það sem mér þykir fallegt á útsölum, tilboðum og svo óska eftir í gjafir. Ali Express hefur einnig reynst mér vel undanfarið að bæta það sem ég hef þurft að láta frá mér og einnig er bara svo margt fallegt og sniðugt að finna þar ef maður er duglegur að leita vel og veit sirka hvað leitað er eftir. Ikea, Rúmfó, Byko og Ilva einnig eru með ofboðslega margt fallegt og oftar en ekki gott verð á mörgu.

Ég hef einnig alltaf verið dugleg að taka myndir og einnig að láta framkalla en það hef ég einnig gert undanfarið eftir flutninginn, best þykir mér að láta framkalla hjá Pixlar í Skeifunni en myndirnar eru alltaf fullkomnar og hef ég einnig látið þau taka gamlar myndir og tekið eftir þeim hjá þeim í frábærum gæðum.

Þegar meira er tilbúið hér í fallega Hafnarfirðinum þá mun ég vera dugleg að taka myndir og deila..  Enda elska ég heimilið okkar og verður það bara betra og betra þó svo það taki tíma. En stofuhillurnar okkar eins og er, eru gamlar hillur úr verslun en þær eru bara sætar þótt litlar séu en ég er ennþá að finna útút hvað á að vera í hillunum og hvar, ég skemmti mér mjög vel við að raða í þær og spá hvað sé fallegast…

Ykkur er velkomið að adda mér á snapchat
img_0156

Þangað til næst
Eigið góða daga og njótið samveru með þeim sem standa ykkur næst.

img_9901-2

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s