Margt langar mig í..
Ég er ekkert brjálæðislegur aðdáandi af dýrri hönnun, þó svo að mörg hver þyki mér einstaklega falleg.
Ég kaupi það sem mér þykir fallegt og er sama hvaðan það kemur. Ikea er í miklu uppáhaldi en það er falleg vara á viðráðanlegu verði. Fullkomið fyrir mig! Einnig er Rúmfatalagerinn með alveg ofboðslega marga fallega skrautmuni og hef ég mjög oft farið þangað að láta hugann reika og fundið eitt og annað í gegnum árin. Byko kom mér alveg skemmtilega á óvart á liðnum vikum en ég hef eingöngu farið þangað að skoða og mikið ofboðslega er margt fallegt þar, greinilega smekkmanneskja sem er verslar þar inn. Ilva er þó á toppnum. En það er hægt að finna gjörsamlega allt þar.
Núna óska ég mér að eignast eftirfarandi..
Sandrum motta frá IKEA en hún yrði fullkomin í stofuna mína..
Naur sófaborð frá Rúmfatalagernum finnst mér alveg ofboðslega fallegt.
Bardolino sjónvarpsskeinkur frá Ilva væri fullkominn og svo fallegur..
Þessi fallega mynd er frá Kreó.is og mér þykir hún dimm og falleg, þar af leiðandi fullkomin fyrir svefnherbergi eða á góðan stofuvegg.
Kullen kommóða er ódýr en falleg lausn fyrir föt í svefniherbergið og hlakka ég mikið til þegar þær koma aftur í IKEA.
Þessi listi er nú langt frá því að vera tæmandi fyrir það sem mig langar í og það sem mig vantar fyrir heimilið. En gott og gaman er að láta sig dreyma.
Þar til næst