Tíminn líður hratt

Jólin nálgast óðfluga og er ég farin að huga að jólagjöfum, margt fallegt er til en skynsemi í gjafakaupum verður þó höfð í fyrirrúmi þetta árið.

Ég hef nú þegar keypt tvær gjafir en núna þarf ég að fara að gefa í hvað varðar gjafakaupin. Ég er ekki að gefa margar gjafir en ég vil hafa þær fallegar, eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér og svo er bara að vona að þeir sem gjafirnar fái verði jafn hrifin og ég af gjöfunum. En mig hlakkar allavega til að pakka þeim inn eftir skoðunarferð dagsins á Pinterest.

Margar erlendar heimasíður hafa margt sniðugt og fer hver að verða síðastur að panta af erlendum síðum. Einnig er hægt að  búa til margt fallegt sem hægt er að gefa.

Undanfarið hef ég þó verið að skoða jóladagatöl á Pinterest, bæði fyrir börn, unglinga og fullorðna, það þykir mér einstaklega skemmtilegt. Áður bjuggum við í Danmörku og þá voru aðventugjafir mjög algengar og var misjafnt á milli ára hvað var gert, hvort við vorum með dagatöl eða aðventugjafir.

Hvað ég svo geri kemur í ljós á næstunni en ég er byrjuð að skoða og það er fyrsta skrefið.

Margt af því sem ég er að bralla ratar á snapchat hjá mér og reyni ég að vera dugleg að setja inn myndir af því og er ykkur velkomið að fylgjast með…

img_0156

Þangað til næst..

img_9901-2

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s