Haustveikindi og jólapælingar..

Ég var svo skemmtilega óheppin að fá flensu og er búin að vera lasin í gær og í dag.

th

Mér leiðist fátt meira en að vera slöpp og ákvað ég því að finna öll gömul húsráð á netinu í að losna við flensuna.

Fyrsta er að liggja fyrir og vera dugleg að drekka vatn.

Sólhattur er eitthvað sem mamma lét mann alltaf drekka (Freyðitafla leyst upp í vatni) en sólhattur styrkir ónæmiskerfið, vinnur hann á sýklum.

C-Vítamín ríkir ávextir eins og sítrus ávextir, tómmatar og jarðarber.

Góður svefn og slökun hjálpar líkamanum að lækna sig.

Súpur, heitar, tærar súpur eins og grænmetissúpa eða kjúlingasúpa.

Gufa er snilld til að losna við kvef og stíflað nef. Kveikja á sturtunni eða baðinu á vel heitu og setjast inná bað með bók eða candy crush og láta gufuna og hitann virka til að losna við stíflur og kvef.

Nefsprey með menthol er life saver.

En á meðan ég er veik og nota öll ráðin hér að ofan þá get ég vafrað á netinu og skoðað restina af jólagjöfunum sem á eftir að kaupa, skipulagt hvernig við munum skreyta, spáð í hvar jólatréið á að vera þar sem við erum að fara halda okkar fyrstu jól í nýrri íbúð. Skoðað uppskriftir af smákökum sem mig langar að baka og ef ég næ því ekki þá get ég keypt restina í Bónus..

Það er ein tegund sem ég get ekki beðið eftir að baka en það eru lakkrístoppar (OMG) þeir eru svo góðir að yfirleitt þá er búið að borða alla nokkuð fyrir jólin en til þess er jú aðventan, að njóta, borða og eiga gæðastundir með þeim sem maður elskar mest!

Jæja nú er komið að því að leggja sig aftur og ná þessari fj… flensu úr mér..

Njótið dagsins..

img_9901-2

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s