Að njóta lífsins

Eins og áður hefur komið fram þá tók ég meðvitaða ákvörðun um að njóta, njóta alls þess góða sem lífið hefur uppá að bjóða. Áföll verða þó stundum til þess að kasta manni nokkur eða mörg skref afturábak, en þá er bara að reyna sitt besta í að rétta úr sér, halla sér fram og þramma áfram, með ást, góðmennsku, bros og hlátur að vopni.

CIb0WAOUMAA9NVx

Ég hef fengið minn skerf af áföllum og erfiðleikum í lífinu, en ég hef þó ákveðið að láta það ekki draga mig niður heldur hvetur það mig ennþá frekar til að njóta lífsins því eftir því sem best er vitað þá fáum við einungis eitt líf.

Að ákveða að njóta er eitthvað sem hefur gert líf mitt dásamlegt, ég nýt hverrar stundar með fjölskyldunni minni. Ákvörðun um að láta sem flesta drauma mína rætast er eitthvað það æðislegasta sem ég veit. Draumar geta verið mismunandi stórir og litlir.

Dream-Quotes-30

Dæmi um litlar óskir eða drauma er kósýkvöld, fjölskyldu bíókvöld, halda fallegt heimili, kvöldgöngur, date-kvöld, spila saman, borða kvöldmat saman og margt fleira.

Stærri óskir eða draumar gætu til dæmis verið ferðalög um Ísland, skíðaferð, helgarferðir, sumarbústaðaferðir, sumarfrí til útlanda og margt fleira.

 Inspiring-Quotes-sharon-sel-37363629-300-300

Framundan eru jólin og get ég ekki beðið eftir að njóta þess að borða góðan mat, jólabíómyndakvöld, náttfatakósý, hafa börnin mín öll og kærastann hjá mér, ekkert stress fyrir jólaþrifum heldur bara að hafa notalegt fyrst og fremst.

Munið að njóta, brosa og vera glöð.

img_9901-2

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s