Fyrir jólin og Þorláksmessa

Margir hafa skemmtilegar hefðir þegar það kemur að Þorláksmessu. Ég hef aldrei haft einhverja fasta hefð þannig séð. Það er aðallega að njóta samverunnar með fjölskyldunni og borða skötu í hádeginu og pizzu um kvöldið.

Í ár verður þó breyting á en skatan verður borðuð 22.desember, Þorláksmessa verður með rólegheitar sniði með fjölskyldunni, undirbúning fyrir matinn verður hafinn og svo verður dásamlegt að kíkja á jólastemmninguna og að drekka kakó með rjóma.

Við erum þegar búin að setja upp jólatréið og skreyta það. Jólaskreyta allt og baka þær smákökur sem við ætluðum okkur að baka.

Við fórum um daginn í miðbæ Hafnarfjarðar og ákváðum að skoða Jólaþorpið. Jón Jónsson var að spila og syngja, Grýla var á stjá og hestvagnsferðir voru í boði gegn vægri greiðslu. einnig var fallegt að labba að læknum og gáfum við öndunum brauð.

Ég mæli alveg 100% með því að nota Þorláksmessu til að skoða Jólaþorpið í Hafnarfirði.

Njótið samveru með þeim sem þið elskið heitast en það er það sem jólin snúast um.

img_9901-2

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s