Jólahátíðin

Alsæl er eina orðið sem mér dettur í hug.

Ég er svo lukkuleg með hvernig jólin voru en ég fékk að njóta aðfangadags og kvölds með kærastanum mínum og börnunum okkar. Við fengum góðan mat og eðal gjafir. Samveran var dásamleg í einu orði sagt. Fallegar, skemmtilegar og fyndnar gjafir gerðu kvöldið frábært.

img_0673

Við ákváðum eftir matinn að smella okkur í kósýgallann enda öll búnir að borða á sig gat og varla hreyfanleg eftir kræsingarnar. En við smelltum í jólaselfí að sjálfsögðu.

img_0677img_0676img_0675

Ég var svo heppin að fá Sif Jakobs eyrnalokka og hring frá kærastanum mínum og gæti ég ekki verið ánægðari.

Við fengum frábæra gesti á annan í jólum og var spilað “Alvöru skellur” frá klukkan 17 þar til að klukkan var að ganga miðnætti. Mæli svo mikið með þessu spili en það var endalaust hlegið, brosað og spjallað.

img_0692

Alsæl eftir jólahátíðina lagðist ég uppí rúm í gærkvöldi, en framundan eru 3 virkir dagar og svo áramótin. Árið byrjaði vel og árið endar ennþá betur, ég er svo innilega hamingjusöm, ástfangin uppfyrir haus og heppin með fólkið mitt. Ég hef notað árið 2017 í að njóta, látið drauma rætast, setja fólk í forgang sem setur mig í forgang, skipuleggja framtíðina, ferðast og vinna í sjálfri mér ræktarlega og andlega en allir þurfa að passa uppá að það sé í lagi til að geta notið. Eitt og annað gekk á en ekkert gerðist sem við sem fjölskylda gátum ekki  klárað í sameiningu. Framundan er 2018 og það er spennandi ár, sem mun hafa uppá margt að bjóða og get ég ekki beðið eftir framtíðinni.

img_0693

Brosið gleður.. notið það óspart og munið að gott er að taka tillit til annara, maður kemst langt á kærleika ekki frekju.

img_9901-2

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s