Hagsmunir barna eftir skilnað

 

Oft á tíðum þegar hjón eða sambúðarfólk ákveður að slíta samvistum, þá myndast illindi eða ósætti eftir skilnaðinn og þá sérstaklega vill það stundum verða þegar nýjir makar koma til sögunnar, þótt það hafi ekki verið í okkar tilviki. Fullorðið fólk gleymir hvað er mikilvægast og það eru elsku börnin.

Þau standa eftir með óvissu um allt, hvernig framhaldið verður, hvernig samskipti foreldranna verða, hvoru heimilinu þau munu búa á, hvort þau þurfi að skipta um skóla, hvað verður með vini, hvort foreldrarnir munu geta átt góð samskipti, hvort foreldrarnir munu eignast nýja maka og margt fleira sem þau velta fyrir sér.

d0e83d3934d2195e9dc8a6663b73ba41--quotes-for-life-cool-quotes

Fullorðna fólkið þarf að geta sett sína ágreininga til hliðar og passa uppá hamingju og vellíðan barna sinna. Ég er sjálf fráskilin með tvö börn. Þegar við fyrrverandi maðurinn minn tókum ákvörðun um að skilja eftir samband og hjónaband til margra ára tók ég einnig ákvörðun fyrir sjálfa mig um að samskipti við barnsföður minn yrðu góð alveg sama hvað. Ég ræddi það við hann og vorum við alveg hjartanlega sammála um að börnin okkar skiptu okkur öllu máli í lífi okkar. Við ætluðum ekki að vera lengur saman og tilfinningar okkar til hvors annars höfðu breyst en við elskum börnin okkar heitar en allt annað í heiminum, viljum vera til staðar fyrir börnin okkar, vera góðar fyrirmyndir og setja börnin okkar í fyrsta sæti.

Margt gekk vel og einnig gekk margt á í hjónabandi okkar foreldrana þann tíma sem við vorum gift, hamingja, ást, gleði, sorg, uppákomur og erfiðleikar. Upp og niður rétt eins og lífið bíður okkur flestum uppá. Þannig getur það einnig verið eftir skilnað eins og gengur og gerist í öllum samböndum,  samskiptum og sérstaklega þegar sambandsslit gerast. Það kom börnunum okkar þó ekki við, eða réttara sagt átti ekki að bitna á börnunum.

Við verðum alveg ósátt, já eða frekar ósammála, okkur likar kannski ekki alltaf við skoðanir hvors annars, viljum ekki alltaf það sama en erum samt ágætis vinir og eigum góð samskipti sem er dýrmætt. En við tölum alltaf saman, ræðum málin þar til lausn finnst komi eitthvað uppá eða ef eitthvað þarf að taka ákvörðun um. Mikilvægt finnst okkur að við pössum að börnin okkar viti það að við erum fullorðin að við getum rætt málin, munum alltaf standa saman um hagsmuni þeirra.

d5505661a3eea150f0a0ef6ed4a9618c--mother-quotes-momma-quotes

Börnin okkar eru lika það einstaklega heppin að eiga í dag frábær stjúpforeldri. Stjúpforeldri sem hafa þeirra hag að leiðarljósi jafnt þeirra eigin barna. Sambýlismaður minn er börnum mínum svo einstaklega góður og ljúfur. Hann elskar börnin mín ofboðslega mikið og vill þeim alltaf það besta, hann er svo sannarlega til staðar fyrir þau sama hvað er. Ljúfari og dásamlegri mann er ekki hægt að finna en það var alveg pínu flókið í byrjun en allt hefur það gengið mjög vel og erum við mjög svo hamingjusöm og samheldin fjölskylda í dag. Við erum svo sannarlega heppin með hann.

Sama má segja um stjúpmóðir barnanna minna börnin mín eru mjög svo heppin með hana, hún er þeim einstaklega góð og ljúf. Hún er mjög góð kona. Ég veit fyrir víst að hún elskar þau lika. Þau öll eru mjög svo heppin með hana. Hún tók þeim opnum örmum og finnst mér frábært að segja lika að við eigum líka góð samskipti sem skiptir börnin miklu.

Börnin mín eiga foreldra sem elska þau heitar en þau gæti grunað, stjúpforeldra sem elska þau heitt og öll eigum við það sameiginlegt að vera foreldrar þeirra, fyrirmyndir og uppalendur. Svo ég tali nú ekki um hvað þau urðu rík að eignast fleiri sistkyni til að njóta samveru með í gegnum lífið og eiga þau að í fallegri vináttu og kærleika.

Kæru foreldrar munið að börnin ykkar munu byggja á þvi hvernig þið komið fram við hvort annað, þrátt fyrir að þið elskið ekki hvort annað lengur þá elskið þið börnin ykkar það heitt að þið ættuð að geta sýnt þeim þá virðingu að geta lagt ykkar eigin ágreining til hliðar og haft virðingu að leiðarljósi. Elskið þau það heitt að þau finni ekki fyrir þvi að ágreiningur eða illindi valdi þeim vanlíðan eða hugarangri.

Kveðja móðir tveggja barna og stjúpmóðir tveggja barna, dásamleg börn sem eru rík af fólki sem elska þau og vill þeim allt það besta í lífinu.

img_9901-2

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s