Átak eða át-tak

Kærastinn minn er búinn að ákveða að stíga út fyrir þægindarammann og taka þátt í sínu fyrsta Fitness móti í lok mars næstkomandi og er undirbúningurinn hafin af fullum krafti. Það þýðir að át-takið mitt breyttist í átak. Honum til stuðnings höfum við ákveðið að taka út hveiti og sykur í eins miklu magni og hægt er. Hann reyndar borðar allt öðruvísi en ég eðlilega þar sem hann þarf að skera niður en ég er meira svona að borða alveg hollt og njóta þess að lifa heilbrigðu lífi, borða hollan og góðan mat. Á sunnudögum þá bakar hann handa mér pönnukökur, prótein pönnsur og verð ég að segja að þær eru alveg án efa þær bestu sem ég hef prufað en við höfum prufað margar uppskriftir.

img_0021-1

Þær eru einfaldar, fljótlegar og sjúklega góðar með kotasælu já eða bara smjöri og osti.

1 stk Þroskaður banani
1 skeið af súkkulaði próteini (við notum Syntha6 Edge)
2 egg
1 dl af mjög fínt muldu haframjöl
1/2 dl fjörmjólk
1 tsk af vanilludropum

Allt hrært saman með handþeytara og smellt á góða non-stick pönnu eða ef það þarf nota þá olíusprey í takmörkuðu magni svo þær verði ekki feitar.

img_0023-1

Svo langar mig að hvetja ykkur til að kíkja á og fylgja kærastanum mínum á Instagram en hann er einstaklega duglegur að smella inn myndum og á Instastory. Hvað hann notar, hvað hann borðar, rútína og einnig videó og myndir af æfingum.
Instagramið hans er hérna. Hann er í fyrsta skipti að æfa með þjálfara og valdi hann snillingana hjá Thol.is en þar er Dóri sem skipar honum fyrir. Ef ykkur vantar þjálfara þá mæli ég alveg hiklaust með Dóra og Rakel Ósk en þau eru eigendur og þjálfarar hjá Thol.is.

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s