Bolludagurinn

Ég var að fatta að Bolludagurinn er ekki fyrr en á mánudaginn.. þvílík vonbrigði þvi ég var búin að hlakka svo mikið til að fá bollu í dag að ég svaf ekki einu sinni út heldur vaknaði. En í ár hafði ég ákveðið að kaupa bollur þvi það er allskonar mismunandi bragð til. En ég fékk bara mótmæli á minu heimili, bakaríisbollur heilluðu engan nema mig kannski vegna þess að ég myndi sleppa við að baka. Ákveðið var þvi að baka heima þvi þær eru að dóttur minnar sögn betri en allar aðrar. Ég reyndar er með tvær uppskriftir og hvorug vatnsdeigsbollu uppskrift mér einfaldlega finnst þær ekki eins góðar en börnin eru hrifnari af annari og ég af hinni. Ég ákvað þvi að deila bara báðum uppskriftum með ykkur.

Fastelavn bolludags bollur

100gr smjör

2dl mjólk

30gr ger

2 1/2 msk sykur

1/4 tsk salt

1/2 tsk kardimommudropar

1 egg

500gr hveiti

Smjör brætt, mjólk bætt við og passað að það sé ca.37 gráður. Gerinu bætt við og hrært saman og gerið látið “leysast upp” þvi næst er sett salt, sykur, kardimommudropar og pískað eggið útí. Smátt og smátt er hveitinu bætt við.

Stráið hveiti á borðið og hnoðið. Látið svo hefast í 40 mínútur. Búið til bollur úr deginu og leggið á plötu, látið hefast í 25 mínútur. Bakið svo við 200 gráður (180 í blástursofni) í 20 mínútur. Kælið, smellið súkkulaði, glassúr eða þvi sem þið viljið á toppinn og borðið með bestu lyst.

Bolludags bollur

125 gr smjör

50gr ger

1 msk sykur

1 egg

1 dl vatn

200 gr hveiti

Vatn hitað í 37 gráður og smjör brætt með, gerinu bætt við þessu er hrært saman og gerið látið “leysast upp”. Sykri og eggi bætt við og hrært. Hveiti bætt hægt og rólega við. Stráið hveiti á borðið og hnoðið. Látið svo hefast í 40 mínútur. Búið til bollur úr deginu og leggið á plötu, látið hefast í 10 mínútur. Bakið svo við 200 gráður (180 í blástursofni) í 10-15 mínútur. Kælið, smellið súkkulaði, glassúr eða þvi sem þið viljið á toppinn og borðið með bestu lyst.

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s