Veikindi, afmæli og fitness

Undanfarnar vikur hef ég verið óheppin en ég hef glímt við dágóð bakveikindi, auk þess að fá flensu og svo inflúensu á eftir þvi og eru að verða komnar 6 vikur í veikindum, núna er ég að byrja í sjúkraþjálfun og endurhæfingu útaf bakinu en ég er allavega orðin flensulaus. Á meðan að þetta hefur hrjáð mig hef ég verið svo heppin að fá fullt af heima deitum frá kærastanum en það hefur alveg bjargað geðheilsunni get ég sagt ykkur..

Á meðan að ég er í þessu ferli þá er kærastinn minn í allt öðru ferli. Hann er að undirbúa sig undir sína fyrstu keppni í fitness. Hann byrjaði að stunda ræktina 2013 og hefur margt gerst á þessum árum. En í lok mars mun hann stíga út fyrir sinn þægindarramma og stíga á sviðið á Íslandsmótinu í Háskólabíó eftir margar vikur af ströngum undirbúningi. Ég er vægast sagt stolt kærasta. Svo til að toppa hvað það er meiriháttar þá ætlar hann að taka þátt í Grand Prix í Ósló viku seinna.

Hann er einstaklega duglegur að deila ferlinu á Snapchat (oskartryggva) og á Instagram endilega fylgið honum.. Sjáið æfingarnar, pósuæfingar, matinn og margt fleira.. Hvet ég ykkur til að adda honum og fylgjast með ferlinu að keppninni og þegar kemur að keppninni hérna heima og einnig úti í Ósló. Ég aftur á móti get ekki beðið eftir að komast aftur í ræktina og geta hreyft mig aftur. En á meðan ég get það ekki þá skoða ég bara ræktarföt á netinu og ræktarskó! Fullkomið fyrir mig á meðan.

Óskar, kærastinn minn, átti afmæli um daginn og varð hann 25 ára. Stórafmæli! Þessi maður er gersemi og gerir alla daga yndislega. Til að fagna deginum fórum við saman út að borða á Humarhúsið og áttum við dásamlegt date, rómantískt, skemmtilegt og mikið hlegið það kvöld á milli veikinda..

img_0269

Þangað till næst eigið góða daga og ykkur er velkomið að fylgjast með mér á snappinu..

img_0346

img_9901-2

Posted by

MAMMA, KÆRASTA, FLAKKARI, SHOPAHOLIC OG ELSKA INTERIOR DESIGN

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s